Danmörk 2005
Veiddi í fyrsta skipti á erlendri grundu í sumar. Fórum frændurnir ég og Heiðar ásamt Hrund og Guðna Pétri í Bredeå á Jótlandi. Hér eru nokkrar myndir úr túrnum.
Það liggur ljóst fyrir að ég hefði ekki náð þessari Geddu nema með hjálp Hrundar, því það var engin leið að landa nokkru þarna vegna grass sem náði upp undir hendur. Ég átti reyndar frekar von á Havørred, eða sjóbirting á okkar ástkæra ylhýra móðurmáli. Svona Gedda er ekkert lamb að leika sér við. Hún var tæpir 90 cm.
Égkomst að því að maður blóðgar ekki Geddu eins og silung. Ég óð með puttann inn í tálknin á henni og ætlaði að slíta út úr eins og maður er vanur að gera. Þar eru hinsvegar hárbeittar tennur og ógnar bitkraftur. Var fastur með puttann upp í kvikindinu, því hún var ekkert á því að sleppa. Ég hinsvegar slapp loksins með marinn putta og skrámaður eftir fantinn.
0 Ãlit:
Post a Comment
<< Home