Sunday, October 12, 2008

Markarfljót....

Hér eru myndir af nokkrum löxum úr fljótinu sem ég fékk í síðustu viku. 9, 7 og 4 pund.

Ég er auðvitað að sjá til þess að matur sé í kistunni fyrir þennan kreppuvetur sem framundan er, sagt í gríni ....og alvöru.

Saturday, October 11, 2008

Voli

Eyddi deginum í gær í Vola ásamt Hansa bróður mínum. Þetta var snilldardagur. Við veiddum vel og samfélagið var gott. Hér eru myndir af aflanum eftir að heim var komið. Því miður var veiðiáhuginn of mikill til að muna eftir að taka myndir í sjálfri ferðinni


Þessir tröllkallar eru 9, 10 og 12 pund! Ég missti fimm risa, einn ca. 15 punda lak af eftir hálftíma viðureign þegar ég var við það að hafa hönd á honum, kominn að bakkanum og farinn að leggjast, spælandi en hann átti þetta svo sem skilið, búinn að berjast hetjulega ....og vann.
Annar var styttra á. Sá allra stærsti sjóbirtingur sem ég hef augum litið. Metri á lengd og varla undir 20 pundum. Hann var alveg brjálaður. Sprautaðist upp í loftið endalaust og þeyttist hylinn endanna á milli með hraða sem ég hef ekki séð áður. Ótrúleg skepna. Hann sleit sig lausan í einu stökkinu. Þetta var adrenalínflæði á heimsvísu.


Þessi er 12 punda. Þurfti að elta hann niður flúðir þar sem ég réð ekkert ferðinni heldur hann.
Það var hálfsvekkjandi að hugsa um þessa tvo stóru, horfandi á þessa á borðinu hjá mér. En svona er veiðin, þeir stærstu sleppa oftar en hinir. Ég er meira en sáttur.



Hér er afraksturinn. þessir af millistærðinni sem virðast litlir eru það alls ekki, allir um 5 pundin. Sá minnsti er um pundið.








Stærðin sést vel á þessari mynd. Þetta voru myndarflök sem verða sett í reyk eftir helgi.

Ég er ákveðinn í að ná mér í fleiri daga í Vola á næsta ári.
Frábær ferð.
Svo er árlega veiðiferðin okkar Hlyns eftir en hún verður farin um næstu helgi.

Counters
Free Counter