Tuesday, October 13, 2009

Volinn

Síðari tilraun haustsins tókst betur en sú fyrri. Ég fór um daginn með Hansa og Hlyn og kom með heim með öngulinn í rassinum. Þetta var auðvitað ný reynsla fyrir mig, verri en ég hefði haldið.
Ég á nú mun auðveldara með að setja mig í spor þeirra sem fara með mér í veiði ;0)

Gærdagurinn var flottur. Nú var áin tærari og vatnsminni en síðast og mun veiðilegri. Það kom líka á daginn að veiðin var margfalt meiri. Tengdasynirnir settu í fína fiska. Bjössi fékk silung og gríðarlega flottan lax sem var sterkur og þrjóskur að láta undan . Bjössi hafði samt betur fyrir rest og landaði sínumfyrsta laxi. Beit af honum veiðiuggann og allt.
Karlott veiddi vel enda fengið frábæra tilsögn (búinn að fara nokkrar ferðir með mér :o) og er orðinn nokkuð lunkinn. Hann fékk m.a. gríðarvænan sjóbirting sennilega nær 8 pundum.
Ég..... veiddi flesta fiska og stærstu líka.
Nei þetta er bara fíflagangurinn í mér. Ég veiddi samt vel, fékk tíu fiska, flestir mjög fallegir, þar af tvo laxa. Ég fékk forskot á strákana því ég skrapp aðeins kvöldið áður (það má veiða tvo tíma kvöldið fyrir hinn eiginlega veiðidag) og fékk þá tvo.
Ég fékk tvær heimsóknir í ána. Danni og Hansi kíktu báðir. Það má segja að veiðabakterían hefur ekki bara gripið mig ungan, bræður mínir eru jafn illa veikir.

Það var varla hægt að hætta að veiða, því í lok dagsins vorum við í bullandi tökum. Ég hef aldrei fyrr séð fisk taka undir sig stökk upp úr vatninu og ofan á agnið og það engin smásmíði. 12 - 15 punda urriði gerði þessar kúnstir hjá mér - hann festist ekki á og vildi ekki halda leiknum áfram. Ég missti á sama stað gríðarvænan sjóbirting og annan lax, báðir firnasterkir og stórir. þeir slitu báðir línuna. Það er áhættan að vera með grannan flugubúnað í svona stórfiskaá.
En það gerir þetta bara meira spennandi. Einn landaði sér sjálfur, það tók hann u.þ.b. 5 sekúndur. Hann tók með miklu offorsi, rauk af stað á gríðarlegri ferð, hálfur uppúr vatninu ....og beint upp á land, einmitt á sandeyri sem ekki er mikið um þarna. Auðvelt það, hann kom nánast fljúgandi í fangið á mér.
Ég fékk nánast allt á flugu. Flæðarmús og Erluna. Erlan er löngu búin að sanna sig. Ég veiði mest á þessar tvær og má ekki á milli sjá hvor gefur meira.
Eins og fyrri daginn er veiðiáhuginn svo mikill að ég gleymdi að taka myndir í túrnum. Ég tók samt myndir af aflanum hér á eldhúsborðinu og læt eina fylgja hér. Jú svo tók ég eina mynd af Karlott að fást við einn rígvænan.

2 Álit:

Blogger Karlott sagði...

re... þessi rígvæni sigraði baráttuna!
Ég var heldur sjálfumglaður og tók alltof fast á honum... hefði betur mátt þreyta hann lengur. Þetta var fúlt, var með smá verk í hægri hendinni eftir þessa lotu...

Þetta var samt frábær reynsla : )

2:30 PM  
Blogger Björn Ingi Jónsson sagði...

Það var gaman að landa laxinum og ég bíð spenntur eftir að komast aftur í svona veiði. Var mjög gaman og núna bíður eftir laxinum úr reykingu.

Kv.
Bjössi

3:26 PM  

Post a Comment

<< Home

Counters
Free Counter