Wednesday, May 29, 2013

Sá stærsti kominn upp á vegg

Verð að hafa þennan hér.
Ég fékk hann á ónefndum stað í fyrrahaust en af virðingu við afar viðkvæman veiðistað hef ég ekki gefið upp hvar ég fékk hann. Því heyrðist fleygt að ég hefði verið að stelast eitthvað og því hefði verið þessi leynd, vil bara taka það fram að það er alrangt, fiskurinn er fenginn á stað sem leyfilegt er að veiða, einungis fátítt að veiða svona höfðingja þar.
Hann var 80 cm. á lengd og hefur verið 18 pund úr ánni en vigtaði 17 pund þegar ég kom með hann til uppstopparans, hann fullyrti að hann hefði verið 18 pundin lifandi því 3-500 ml af blóði komi úr svona stórum fiski við blóðgun.
Allt um það þá held ég 18 pundunum fram, það hljómar svo vel.


0 Álit:

Post a Comment

<< Home

Counters
Free Counter