Baugsstaðaós
þessi líka glimrandi ferð...
Ég fékk átta fiska og Hansi fékk sex. Sá stærsti var 4.75 kíló eða 9.5 pund. það er þessi á neðri myndinni. Ég er yfirleitt of slakur að taka myndir af veiðinni en mundi þetta eitt augnablik og smellti þessum af part af afrakstrinum.
Þessir fiskar eru nýgengnir úr sjó og gerast varla betri matur.
Feitir og fallegir og silfurbjartir. Þessir tveir eru 6-7 pund og sá litli var eitt pund.
Haustið er veiðitíminn... Þessi er 9.5 pund, hængur, mjög sterkur og skemmtilegur. Ég tók hann á ónefnda græna flugu sem ég hannaði sjálfur.