Wednesday, September 28, 2005

Úr veiðiferðinni okkar Hlyns.

Þessar rjúpur kíktu í heimsókn til okkar.
Þær eiga heima á Fitinni svo þær eru diplomatar og njóta friðhelgi.









Hlynur að læðast að gæsahóp sem auðvitað var floginn veg allrar veraldar.
Við ætluðm nú ekki að segja frá því en við erum að hugsa um að æfa aðeins
skotfimina betur áður en við förum aftur að eltast við gæsir. Þó það geti verið
gaman að bregða þeim, þá er skemmtilegra að skjóta þær og grilla.

Thursday, September 15, 2005

Svona er veiðidellan


Ég "skrapp" í veiði í vikunni. Þetta var afraksturinn. Tveir teknir á breytta Flæðarmús og tveir á ................ nýju fluguna ERLU

Nýrunnir og flottir.








Smelltu á myndirnar til að stækka þær.


Þetta er breytta Flæðarmúsin.

Tuesday, September 06, 2005

Tilraunir...

Meiri dásemdin að geta gert þetta í lestrarpásum........ kannski ætti ég samt að fara að skilgreina pásu betur. Ég á eftir að prófa þessar í sjóbirtingsveiði.

Monday, September 05, 2005

Nýja flugan Erla...?? Góð í Sjóbirtinginn - höfundur ÉG

Lagarfljót

Þarna duttu allar mínar dauðu lýs...!
þetta á ekki að vera hægt, ég var ekki
búinn að fá neinn.


Veiðiugginn verður að fjúka af fyrsta fiski.
Bragðið, látum það liggja milli hluta.














Við feðginin veiddum líka. Ég tvo, hún þrjá. Flottir fituhlunkar sem fóru beint á grillið.
Heimamenn höfðu sagt okkur að það þýddi ekkert að reyna að veiða á stöng í Lagarfljóti. Reyndin var þessi.

Danmörk 2005

Veiddi í fyrsta skipti á erlendri grundu í sumar. Fórum frændurnir ég og Heiðar ásamt Hrund og Guðna Pétri í Bredeå á Jótlandi. Hér eru nokkrar myndir úr túrnum.

Það liggur ljóst fyrir að ég hefði ekki náð þessari Geddu nema með hjálp Hrundar, því það var engin leið að landa nokkru þarna vegna grass sem náði upp undir hendur. Ég átti reyndar frekar von á Havørred, eða sjóbirting á okkar ástkæra ylhýra móðurmáli. Svona Gedda er ekkert lamb að leika sér við. Hún var tæpir 90 cm.





Égkomst að því að maður blóðgar ekki Geddu eins og silung. Ég óð með puttann inn í tálknin á henni og ætlaði að slíta út úr eins og maður er vanur að gera. Þar eru hinsvegar hárbeittar tennur og ógnar bitkraftur. Var fastur með puttann upp í kvikindinu, því hún var ekkert á því að sleppa. Ég hinsvegar slapp loksins með marinn putta og skrámaður eftir fantinn.

Þórisvatn í vor

Heiðar og Hlynur góðir veiðifélagar.....














Aflinn var góður, 50 stk. í minn hlut.
Allra besti fiskur sem landið elur.

Það er ótrúlegt hvað það er gaman að vera þarna uppfrá, enginn gróður bara auðn en samt svo ótrúlega fallegt.

Þessi svarti þarna er ég.

"Drottningin" Laxá í Aðaldal ágúst 2005

Skemmtilegur veiðitúr með Rúnari frænda og Yngva Rafni Yngvasyni. Þarna má ekki veiða á neitt nema flugu.

Allir veiddir á Mýslu


Rúnar úti í miðri á að reyna að plata vatnsbúana.
Urriðarnir þarna eru mjög sprettharðir og skemmtilegir

Sunday, September 04, 2005

Lax og sjóbirtingur um 6 pundin veiddir í sept 2005

Laxinn tók Flæðarmús sem ég hnýtti s.l. vetur, en sjóbirtingurinn tók flugu sem er minn skáldskapur frá grunni sem ég hnýtti um daginn, það er víst toppurinn. Á ekki mynd af henni en bæti úr því fljótlega - vantar gott nafn á hana, ein tillaga er komin með nafn en það er "Erla". Erlu leist ekkert of vel á að eignast flugunöfnu.
Flottir fiskar, sjóbirtingurinn t.v.



Frá vaski út á miðja eldavél...!

Counters
Free Counter